Það muna sjálfsagt allir eftir leiknum Ísland - Svíþjóð sem við unnum glæsilega. Það sem var einnig frábært við þann leik var að það kostaði aðeins 1500 kr í forsölu á leikinn. Núna eru þeir að komast upp með að selja miða á tvo leiki í einu. Einn mið - tveir leikir. Það kostar 5000 kr í forsölu, sem sagt 2500 kr hvor leikur fyrir sig. Leikirnir sem um ræðir eru Ísland - Danmörk og Ísland - Norður Írland. Hvað ef maður kemst ekki á Ísland - Norður Írland??? Þá getur maður keypt miða á fyrri leikinn á
3500 kr. Ég trúi ekki að þetta sé réttlætanlegt. Auðvita eigum við að styðja íslenska landsliðið en er þetta ekki einum of?