Jahá. Í nýlegri grein hérna á hugi.is var vegið að okkur sem höfum okkur annað líf fyrir framna tölvuna okkar. Og þið segjið “vá rosalega eigið þið ekkert líf þið hangið fyrir framan tölvuna allan daginn”. Ok, svarið mér nú einu, hversu stóran hluta dagsins eyðið þið hin í að gera nokkurn veginn ekkert, sofa, horfa á vídjó slæpast, bara eitthvað. Þið farið líklegast líka að sofa kl 12 á kvöldin eins og samviskusöm skólabörn eða vinnumenn. Staðreyndin er sú að þeir sem eru að hanga mikið í tölvunni gera það í staðinn fyrir margt annað. Jú jú ég horfi á vídjó en ég ég geri það á sama tíma og ég irca/quaka. Ég sef að meðaltali 7 tíma á dag (svefn á daginn tekinn með). Þar af er kannski 4-5 á kvöldin, ég fer að sofa um 3 leitið sama hvað ég er að fara að gera daginn eftir. Það er ÞÁ sem ég er í tölvunni, ég á alveg jafn mikið líf og aðrir, ég á kærustu, æfi 3-5 sinnum í viku er í vinnu og fer í partí og dett í það jafn mikið og hver annar maður. Samt er ég mjög mikið í tölvunni. Þetta er bara annað líf sem maður á samhliða sínu real life. Skemmtilegur heimur sem gaman er að hverfa í.

Free thinkers are dangerous.