Stórliðin Chelsea og Manchester United töpuðu bæði stigum í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Chelsea tapaði óvænt fyrir Bradford á útivelli en Manchester United gerði jafntefli við Hermann Hreiðarsson og félaga í Ipswich, 1:1. Þá skildu Middlesbrough og Tottenham jöfn á River Side með sömu markatölu.