Flest ykkar ættu að kannast við Douglas Adams… Einn besti og frumlegasti rithöfundur seinni tíma, og að mínu mati besti rithöfundur englendinga frá því tímatal hófst.
Hann er þekktastur fyrir Hitchiker's guide bókaflokkin og sögurnar um Gently spæjara, en einnig þá gerði hann frábæra tölvuleiki og skrifaði eðal bók um dýralíf á Galapagos eyjunum. Hann var að vinna að kvikmyndahandriti af hitchiker.. vona bra að hann hafi verið langt komin með það…
Douglas fæddist árið 1952 og var því 49 ára þegar hann lést þann 11. Maí 2001.
<a href="http://douglasadams.com/cgi-bin/mboard/info/list.cgi“>Hérna</a> eru ”tributes" til að skoða og lesa.
Douglas Adams verður endalaust saknað… Ég er ekki alveg að trúa þessu ennþá meira að segja…
Vona að hann fái frið frá útgefendunum sínum þar sem hann er núna, en hann var alræmdur fyrir að fara alltaf verulega langt fram úr deadline með bækurnar sínar :)