það var einn sumardag i ágúst er ég ákvað að byggja mér lítið kanínubú. ég fer á röltið hitti nokkra smiði og fæ ráðleggingar um það hvernig best væri að standa að smíðum á kanínubúi, þar var mér sagt að fara í húsasmiðjuna að kaupa spýtur.
Fyrsta skipti.
eg labba þarna inn í þessa byggingarvöruverslun(svokölluðu) tala þarna við einhverja ljóshærða fagra snót sem segir mér að fara inn á lager og tala við jóa. jói fagnar mér eins og hann þekkir mig hannn fyllir bílinn af allskyns dóti þar á meðal spýtum ég þakka fyrir borga og er að yfirgefa Húsasmiðjuna er ljóshærð fögur snót kemur hlaupandi til mín hoppar inn í bíl og fer með mér heim, og erum við hamingjusamlega gift í dag.

svo það sem ég vil segja með þessu er það að lífið er of stutt til að eyða því í BYKO