Mér datt í hug að senda inn þennann
auðvelda spila-spákapal sem allir
geta lagt fyrir sjálfa sig og aðra.
Svona kapla held ég að beri bara að
taka passlega alvarlega, og nota
bara sem dægradvöl. Vonandi hafið
þið gaman af.

25 spil fara í borð af 36
Tvistar uppí fimmur teknar úr bunka

Spil lögð þannig að öll snúi niður:

eitt miðjuspil
átta spilum raðað í kring
og svo fara tvö spil í einu oná öll “einu” spilin
(2spil lögð á hvert eitt)

Og svo lesiði bara úr þeim. Eftir því sem
hringurinn þrengist því nær er það þér.

Hjarta
Ás Trúlofun – biðilsbréf – brúðkaup
K Hár ljóshærður geðugur maður – kanski ríkur
D Fögur – góð – kona/stúlka
G Tryggur vinur – ástfanginn maður
10 Hamingja – brúðkaup
9 Heimboð – uppfyllt ósk
8 Óvæntur atburður
7 Heppni í ástum
6 Ferðalag

Spaði
Ás Óheppni – slæmar fréttir í bréfi
K Undirförul manneskja
D Hættuleg kona sem fer með rógburð – keppinautur
G Leynilegur óvinur
10 Leiðindi – vonsvik
9 Þrætur – baktal
8 Hætta
7 Þrættur – missætti
6 Viðburðaríkt ferðalag

Tígull
Ás Heppni í viðskiptu – peningar
K Ljóshærður maður – kanski ríkur
D Ljóshærð kona – trygglynd – velviljug
G Kunningji kemur, sennilega úr ferðalagi
10 Miklir pengingar – vinningur
9 Dálitlir peningar – kanski ástarbréf
8 Eigið heimili – hús sem búið er í
7 Arfur – gjöf
6 Fréttir frá fjarlægum

Lauf
Ás Hamingja og friður á heimili
K Eldri maður – ættingji
D Góðviljug eldri kona
G Öfundsjúk manneskja
10 Óvæntar tekjur – arfur – vinningur
9 Leiðindi – ósamkomulag
8 Tár – vonbrigði í ástum
7 Ástarbréf
6 Heppnað ferðalag sem ber brátt að