Næsta laugardagskvöld ætlar Rósa
á Spotlight að halda
skemmtidagskrá til styrktar
Alnæmissamtökunum. Þegar
Alnæmissamtökin komu til hennar
eftir að hafa farið til aðila sem
létu umræðuna alltaf bíða á
hakanum ákvað hún að halda fund
með eigendum helstu skemmtistaða
borgarinnar sem hafa sætt hvað
mestri gagnrýni fyrir klám,
eiturlyfjaneyslu og þess háttar
og boðið þeim að vera með, svona
eiginlega til að hreinsa sjálfa
sig óorðinu. Hún er svo dugleg
að eigendur Thomsen, Astró,
Nelly´s, 22 og Skuggabarsins hafa
ákveðið að gefa helming
aðgangseyris til styrktar
samtökunum sem geta verið háar
fjárhæðir ef allir eru duglegir
að djamma.
Dagskráin á Spotlight er í höndum
Jóns Gnarr, Páls Óskars og
Venusar. Þannig að ef þið farið á
annað borð að djamma á
laugardaginn eruð þið að styrkja
gott málefni. Ítarlegt viðtal
við Rósu er í 24-7 á morgun