Einu sinni leið mér voðalega illa en svo fór ég að hugsa og þá finnst mér eins og kemur fram í greininni minni. Ég hef oft heyrt um að fólk sé að fremja sjálfsmorð. Síðan skrifaði ég grein þessa og mig langar að vita hvað ykkur finnst um þetta. Endilega verið hreinskilin.
HUGSUNARFLÆÐI
Stundum getur maður bara setið kyrr og látið lífið fljóta framhjá eins og ekkert sé.
Margir eru að flýta sér í lífinu og vita ekki hvað aðrir eru einmanna.
Margir hafa nóg að gera og aðrir ekki. Mörgum finnst gaman að láta sér líða vel og sofa.
Margir skilja ekki vini sína þegar þeir biðja um aðstoð þegar þess er óskað. Þeir eru bara venjulegar manneskjur í þeirra hugum og hugsunum. Allir þurfa aðstoð þegar eitthvað er að.
Til hvers að lifa þegar enginn sér að manni líður illa og leiðist rosalega mikið. En þá hugsar maður bara: VINIR MÍNIR ERU UPPTEKNIR, ÞAÐ ER EKKERT HÆGT AÐ GERA VIÐ ÞVÍ.
Maður á ekki að fremja sjálfsmorð ef eitthvað er að. Lífið er þess viðri að lifa í, vegna þess að eitthvað er framundan. Eitthvað sem er þess virði að bíða eftir. Manni er ætlað að gera eitthvað í komandi framtíð. Eitthvað voðalega ánægjulegt. Af hverju ekki að lifa og láta allt koma að sjálfu sér, heldur en að fremja sjálfsmorð og vilja ekki vera í þessum heimi/lífi.
Njóttu lífsins meðan þú getur. Ekki enda lífið á hræðilegan hátt. Okkur öllum er ætlað að fara einhvern tíman, og það kemur þegar það kemur. Ekki bíða eftir því, heldur njóttu lífsins vel og lengi.
Hafðu eitthvað ánægjulegt til að hugsa um þegar þér leiðist, annars er allt voðalega leiðinlegt.

SunnyW
SunnyW