A-Landslið Íslands mætti Svíum í kvöld. Fékk maður á sjá nokkuð fræga og merkilega menn spila í leiknum og þar með má nefna Henrik Larsson, Johan Mjällby, Kenneth Andersson og fleiri. Svíar byrjuðu að leikinn og skoruðu fyrsta markið og þar var að verki Johan Mjällby með skalla eftir mishreinsun Tryggva Guðmundssonar. Svo síðar í fyrri hálfleiknum skoraði Ríkharður Daðason jöfnunarmark íslands úr lausu skoti stutt frá markinu. Seint í seinnihálfleik komust íslendingar yfir þegar brotið var á Eiði Smára Guðjóhnseni og dæmd var vítaspyrnu. Varamaðurinn Helgi Sigurðsson tók spyrnuna og skoraði úr henni. Þetta var mjög gleðilegt fyrir íslendinga að sigra svíana því seinast þegar þeir höfðu sigrað var það árið 1951, 41 ára biðin er á enda!