Mig langar mest að gráta.
Ég var að uppgötva nýja mynd í uppáhaldsmyndasafnið mitt. ég hef ekki verið svona eftir mig eftir mynd síðan á American Beauty eða Gladiator. Ef einhver er að reyna að finna út hvaða mynd þetta er þá er ég að tala um The thin red line. Að Hollywood skuli ekki eiga fleiri góða handritshöfunda. Maður er heppinn ef maður hittir á góða mynd í bíó. Ekkert nema sorp.
En þessi mynd. Vá. Allar pælingarnar. Ég á varla nógu mörg orð fyrir þetta. Ótrúlegt. Kvikmyndatakan var að gera mann brjálaðan svo ágeng var hún og loksins tókst einhverjum að komast nálægt því að sýna tilfinningar hermanna í seinni heimsstyrjöldinni. Ég fann svo til með þeim. Þvílíkur sársauki, djöfulsins stríð.
Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa mynd þá skuluð þið sjá hana og það helst á morgun.

spik


Bara svona upp á djókið langar mig að lýsa yfir nokkrum af mínum uppáhaldsmyndum, í engri sérstakri röð:

Traffic, The thin red line, LA Confidential, Trainspotting, The Shining, The Lion king, A clockwork orange, American History X, American Beauty, Gladiator, Snatch, Lock Stock and two smoking barrels og miklu fleiri.