http://www.sharkyextreme.com/hardware/guides/nvidia_geforce2_ultra/

Þessi grein er ekki enn komin á aðalsíðuna hjá Sharky Extreme svo að þið eruð með þeim fyrstu sem sjá þetta. Greinin fjallar um nýja kortið frá nVidia og gekk það undir nafninu NV16. Munurinn er aðalega að core og memmory speed eru talsvert meiri en á GeForce2 GTS og einnig eru nýjir driverar sem þjappa gögnum áður þau eru send til skjákortsins, allt þetta gefur kortinu töluverða hraðaaukningu.

Það sem ég bara skil ekki er að núna kostar GeForce2 GTS frá $250 til $350 og svo kostar Voodoo5 5500 um $250-$300 ( btw, þá sést á Sharky að GeForce 1 DDR slær Voodoo5 út í Quake3 High quality með nýju driverunum ). Svo kemur þetta kort út á $499 og svo kemur Voodoo5 6000 á $599 kanski einhverntíman. Verðin eru orðin fáranleg, skil ekki afhverju nokkur maður mundi borga svona mikið þegar það er hægt að 1Ghz Athlon kostar um $470 og að það væri líka hægt að kaupa 750mhz Athlon, móðurborð og minni fyrir sama pening.

Fyrir utan það að verðið á þessu er alltof hátt þá er mun sniðugra að kaupa núna GeForce MX á um $150 sem gefur hraða eitthvað á milli því sem búast má við af GeForce 256 DDR og GeForce2 GTS. Annað er að um jólin er von á nýjum kortum frá nVidia, Matrox, Ati og 3dfx sem lætur fólk sem keypti kort á $500 líta svoldið heimskulega út. Svo er auðvitað sú staðreind að eftir ár verður þetta allt úrelt.
_______________________