Mika Hakkinen vann sinn þriðja sigur á tímabilinu í dag í Ungverjalandi.
Hann byrjaði á rásspóli í þriðja sæti en náði svo frábæru starti að hann koms upp í fyrsta sætið í fyrstu beygjunni. Hann hélt þessu áfram og var í algerum sérflokki. Þegar tíu hringir voru eftir var hann um 30sek. á undan Schumacher, en þá byjaði hann að slaka á og tapaði þessum tíma niður í um 10sek. En hann var ekki í neinum erfiðleikum heldur var honum skipað að spara bílinn, þar sem að hann var alveg öruggur í fyrsta sæti.
Á eftir Hakkinen kom Schumacher, og á eftir honum kom Choulthard aðeins hálfri sek. á eftir honum.
-sphinx-