Heimasíður eru mjög skemmtileg uppfinning fyrir fólk sem er að koma sér á framfæri. Yfirleitt eru samt skemmtilegustu heimasíðurnar fullar af efni sem viðkomandi eigandi hefur áhuga á og vill miðla áfram til heimsins. Sorglegustu heimasíðurnar að mínu mati eru síður sem fólk setur upp og skrifar síðu eftir síðu eftir síðu um bernskuna og hvernig það var nú að alast upp á Blöndósi og þar fram eftir götunum. Maður nennir ekkert að lesa þetta um einhvern Jón úti í bæ…það er náttúrulega allt annað ef það er Brad Pitt úti í bæ. Heimasíður Huga.is eru hvorki skemmtilegar né sorglegar….þær eru ekkert.
Þarna gefst tölvutómhausum (eins og mér) sem hafa aldrei látið sér detta í hug að þeir gætu búið til eitthvað sem líktist heimasíðu, búið til allt sem þeir vilja. Ég er nú samt ekki búin að fatta töflurnar og hvernig maður á að setja inn linka en að setja inn einhverjar upplýsingar um það sem skiptir mann máli er ekkert mál. Mér finnst svolítið skítt að fara í gegnum notendur Huga.is sem eru flestir að mér sýnist frekar klárir á tölvuna sína og enginn nennir að gera neitt við heimasíðuna sína nema að segja: “jæja….heimasíðan mín!” Þetta er að verða lítið samfélag og það væri nú alveg ofsalega skemmtilegt að vita eitthvað um samferðamenn sína hérna. Notendur geta gert Hugann stærri…..ef þeir bara nenna.