Alveg hreint gæti ég ekki verið meira sammála Xavier um greinarnar sem hér birtast.

Hér ætti aðfara fram málefnaleg umræða, og allir sem yfirfatra greinar ættu að greina þar á milli.

Ef það gerist svo ítrekað að þessir aðilar samþykkja greinar sem ekkert er varið í, þá segir það sig sjálft að fólk missir áhugann á miðlinum.

Og fólk sem skrifar fréttir uppp úr öðrum fréttum, ætti líka að sjá sóma sinn í því að gera annað tveggja.

a.) að koma með eigin skoðanir á fréttinni.

b.) koma með nýjar upplýsingar og sjónarmið.

Að öðrum kosti eru greinar hér bara endursögn, og það ættu mennirnir sem sjá um að yfirfara greinarnar, að sjá um að verði ritskoðað.

Svo er annnað með þá sem sjá um þennan vef (Nú er ég að verða búin að segja ansi mikið um þá sem stjórna vefnum, en ég hef nú einu sinni bara mínar skoðanir :þ)

Ég hef sent inn greinar með myndum, ítarlegar og málefnalegar… en engin þeirra hefiur birst hér. sá möguleiki er fyrir hendi að þeim hafi verið hafnað, og væri það að sjálfsögðu ekkert nema gott mál ef hugi.is telur sig hafa betri hluti við plássið að gera. En ég get bara ekki ímyndað mér það miðað við sumt af því sem ég sé sleppa inn á vefinn.

Einnig ætti þá að láta menn vita af því ef greinum þeirra er hafnað og tilgreina ástæður ákvörðunarinnar.

Og ef málið er það að eitthvað sé bilað í sambandi við myndir sem sendar eru með greinum, á ætti að taka út möguleikann að það sé hægt að senda með myndir, láta notendur vita og hundskast til að laga það sem aflaga fer.

Með eilífri platónskri ást og virðingu fyrir yfirstéttinni

stefanv