Það hefur borið frekar mikið á því uppá síðkastið að fólk hefur verið að senda inn greinar sem betur ættu heima á korkinum. Þetta er þróun sem að ég vill sporna við.

Sjálfur hef ég gerst sekur um að svara grein sem átti heima á korkinum með annari grein, ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því að þetta er pirrandi og hvar þetta á heima, á korkinum.

Nú er svo viðkomið að HUGI.IS er með verðlaun fyrir þá sem ná 1000 stiga markinu sem gerir það að verkum að ýta undir það að ýmislegt sem betur ætti heima á korkinum birtist sem greinar.

Ég er með tillögu sem snýr að því að stoppa þessa þróun og halda því sem á að fara á korkinn á korkinum. Þeir sem samþykkja greinar sem eiga ekki heima sem greinar geta átt von á því að verða sviptir þeim forrétindum að geta sammþykkt greinar. Þetta eiga að vera ábyrgir einstaklingar sem lesa og samþykkja greinarnar áður en þær eru birtast á netinu og eiga þar af leiðandi að hafa stjórn á því hvað birtist sem greinar og hvað ekki. Nú hafa þessir aðilar greinilega ekki staðið sig sem skyldi. Er þá ekki kominn tími til að endurskoða þessi fríðindi sem þessir aðilar hafa. Þegar slæmar greinar eru birtar ítrekað hefur það eingöngu neikvæð áhrif.

Nú er kominn tími til að taka þessi mál til skoðunar og láta þá sem samþykkja “slæmar greinar” (sem eiga heima á korkinum) taka smá ábyrgð á gerðum sínum.

Nóg í bili… Xavier@hugi.is