Fyrir um það bil ári síðan var lífið fínt hérna á Íslandi, maður gat hlustað á útvarp og líkað vel, og ef það kom leiðinlegt lag eins og gengur og gerist þá gatmaður einfaldlega breytt um stöð, frá fm yfir á mono og frá x-inu yfir á radio (eða öfugt :) en nú í dag er það ekki hægt nú neyðist maður að hlusta á miður skemtilegu lögin. Margir (þar á meðal ég) urðu fúlir þegar xið lagðist niður og sameinaðist radio og var mun lakari stöð í flest alla staði, síðan hætti mono, sem var orðin betri en nokkurn tíma áður með fínum danslögum nær út í eitt. Svo hætti stjarnan sem var líka fín stöð sem spilaði diskó lög. Og nú seinast á gamlársdag hætti gull 909 stöðin sem spilaði öll uppáhaldslögin hennar mömmu, virkilega góð stöð farin í súginn. að vísu eru komnar nokkrar stöðvar í viðbót og þar af er ein á ensku sem ekki allir skilja og hinar sem eru ekki með neinni dagskrárgerð eins og t.d djazz stöðin (sem ég hef ekki heyrt í í nokkrar vikur) og 877 dæmið og barna stöðin sem spilar lög síðan mamma var lítil stelpa. En hver á orsökin á því að þessar útvarpsstöðvar eru hættar? jú það er engin annar en Jón Ólafsson eigandi útvarpsviðs Norðuljósa sem keypti fínan miðil, það er honum að kenna að það er engin samkepni á útvarpsmarkaðinum og þess vegna honum að kenna að útvarpsstöðvarnar lögðust af. En hvað getum við útvarpshlustendur gert ein góð leið er að safna undirskriftum og mótmæla þessu óréttlæti!
Nú hvet ég stjórnendur huga að koma á fót undirskriftalista á móti þessu órétt læti

kveðja
Hugsandi
“ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn”