Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, hóf í dag keppni í sjöþraut á HM í Lisbon, Portúgal. Fyrsta grein keppninnar var 60m sprettur, en Jón varð 7. í hlaupinu á 7,07 sekúndum. Chris Huffins vann hlaupið, en þó langt frá sínum besta árangri, hann hljóp á 6,91 sekúndu. Jón stóð sig frábærlega í næstu grein sem var langstökk, hann stökk 7,74 metra og varð annar á eftir Roman Sebrle, sem stökk 7,88 metra og setti heimsmeistaramótsmet í langstökki í sjöþraut. Næsta greinin var kúluvarp. Jón Arnar kastaði kúlunni 16,34 metra og varð annar. Í fjórðu greininni, sem var hástökk náði Jón einnig mjög góðum árangri, stökk 2,05 og varð þriðji, á eftir Roman Sebrle og Stephen Moore. Eftir fyrri daginn er Jón Arnar annar á eftir Roman Sebrle, og tiltölulega langt frá Jóni, í þriðja sæti er Lev Lobodin. Þrjár síðustu greinarnar fara fram á morgun, en það eru 60m grindahlaup, stangarstökk og 1000 metra hlaupið, en það telst í hóp slakari greina Jóns.