Já, lífið sjálft er stundum erfitt og stundum létt. Það fer oftast eftir því hvernig maður lítur á það. Hvort maður sé jákvæður eða svartsýnn. Líður illa eða vel.

Hmm… það verður alltaf til bæði vont fólk og gott fólk. Ef að það væru allir góðir hvernig væri lífið, of rólegt held ég og lítið spennandi. En ef allir væru vondir, ja allir mundu farast.. Það mundu bara enginn lifa af lengi í þeim heimi… Þannig að það þarf að vera bæði til vont og gott fólk. En spurningin er, hvor megin vill maður vera?

Ég er ein af þeim góðu. Jamm, reyni að hjálpa fólki en maður þarf samt líka að hjálpa sjálfum sér. Maður getur ekki látið öðrum líða vel ef manni líður sjálfum illa. Það gengur ekki.

Eins og er… Trúin er sterk en ekki sterkari en kærleikurinn. Kærleikurinn er hrein orka, hrein umhyggja, hrein ást. Kærleikurinn er ljósið í myrkrinu.

Jamm… En hvað með fólk sem er alltaf með áhyggjur af framtíðinni og er alltaf að sjá eftir því sem það gerði í fortíðinni, það gleymir að lifa í nútíðinni. Af hverju að hafa óþarfa áhyggjur af framtíðinni? Það er tilgangslaust, það besta er að njóta augnabliksins sem er.. Njóta nútíðinnar, Nútíðin verður nefnilega fortíðin á morgun og er framtíðin sem maður beið eftir daginn áður.

Hehe, skondið ekki satt. Ef maður pælir í því.. Þá er soldið flókið að lifa góðu lífi, því það er svo einfalt, of einfalt. Hehe. En auðvitað er í lagi að plana ekkað sem maður ætlar að gera en samt ekki of mikið. Það er í lagi að minnast einhvers sem maður hefur gert, en að vera að sjá endalaust eftir einhverju er tímasóun, það er ekki hægt að breyta því liðna en maður getur ákveðið það að gera ekki sömu mistökin í stað þess að vera sífellt að hugsa um hvernig hefði farið ef maður hefði ekki gert nein mistök.

Og fólk sem stöðugt þarf að fá sannarnir fyrir öllu, það neitar að horfast í augu við lífið eins og það er. Meina það er ekki hægt að sanna neitt alveg 100% Endalaus leit að sönnunum gerir mann tortryggna út í alla hluti, meina hugsum sem svo að allir væru að leita að sönnunum um alla skapaða hluti, hehe hvernig væri lífið þá. Einhver segir kannski við mann:

,,Það er góður dagur í dag.”

Og þá mundu allir spurja hann:

,,Geturðu sannað það?”

Hehe, auðvitað gæti hann það ekki.. En hann gæti reynt það en það eru allir með mismunandi skoðanir og svo þegar honum tækist kannski að sanna það þá mundu fólk spurja aftur:

,,Geturðu sannað það að sú sönnun sé sönn?”

Hehehe.. Ég myndi ekki vilja lifað í þannig heimi. Og af hverju þarf fólk alltaf að vera að monta sig? Hvaða gagn er af því. Það er ekkert gaman að fólki sem er alltaf að segja:

,,Ég á þetta og þetta og þetta. Þú átt ekki neitt, hehheeh.”

Common, þá yrði maður bara móðgaður eða ekkað. Það er heldur ekkert gaman að eiga fullt af öllu og geta eignast það sem manni langar í og deila því ekki með öðrum. Maður verður bara eigingjarn af því. Ég dýrka að gefa með mér en maður þarf samt ekki stöðugt að gera það, aðalega deila með sér þegar fólk þafnast þess sem maður á nóg af.

Til dæmis ef maður er ríkur, af hverju þá ekki að gefa þeim sem eru fátækir og virkilega þarfnast peninga, einhvern hluta af þeim.

Ja, þetta voru bara nokkrar pælingar um lífið sjálft frá mér. Vonandi farið þið að hugsa aðeins af því að lesa þessar pælingar og lærið kannski ekkað af þeim.

Lífið þarf ekki endilega að vera erfitt, það getur verið létt og skemmtilegt.

Maður skapar sína eigin framtíð; með hugsun sinni, framkomu og persónuleika.

Kveðja
Rímanna
Miss mistery