Ég hef verið að lesa nokkra pósta á huga og ég hef rekist á þónokkar stafsetningavillur.

Hér eru nokkur dæmi:"Þreittur á þessu [.Hate.] kjaftamalli“, ”einginn“, ”meiraseigja“ og fleiri villur.

'Eg þurfti ekki að leita lengi til að finna þessar villur sem eru frekar algengar á huga.

Um daginn sá ég orðið ”fynnst“.
Ég veit ekki hvað ég á að segja við þessu nema að íslenskukennarar ættu að íhuga verulega að herða á stafsetningu og fara að minnka aðeins um rót kennimynda og það kjaftæði.

Þetta er ógeðslegt að horfa upp á svona pósta þar sem er ekki lína með stafsetningavillu í.
Nú er ég ekki að segja að ég sé fullkominn….ég hef til dæmis alltaf haldið að tippi væri skrifað typpi og það er það eina sem að ég er ekki fullkomlega viss um.

Það sem ég er að reyna að segja er að við eigum að vanda okkur meira og jafnvel leita í orðabók ef að maður veit ekki hvernig maður á að skrifa orðið.

Verndum íslenzka tungu og skrifum rétt

IceDeVil
———
”Ég er ekki fullkominn og biðst velvirðingar ef að stafsetningavillur hafa verið gerðar"