Hitman Codename 47

Eidos Interactive 2000

Þú ert leigumorðingi í Hong Kong og fæst við allskonar mission.
Öll levelin er erfiðari og erfiðari og þarna kemst maður ekkert áfram með að skjóta allt sem hreyfist (been there, done that).
Hitman byggist á því að hugsa áður en maður framkvæmir.
Allt byggist þetta á því að drepa hljóðlega (kyrkja með píanóvír) kall sem enginn sér til og draga hann í skot þar sem enginn sér, og þar fara í fötin hans og “problem solved”.

Grafíkin..
er bara andskoti góð, að vísu nýt ég hennar ekki alveg, því ég er með hálfgerða drasltölvu (266MHz, Voodoo3 2000) en ég get notað hann í 800x600 með 3dfx Glide og Low Detetails. Hitman-inn er með góðar og raunverulegar hreyfingar.
MÍNUS= Dauðir kallar fara stundum í gegnum veggin þegar þeir eru dregnir þangað (td. hausinn inní vegnum, hver kannast ekki við það)

Hljóðið..
er ekki í hæsta gæðaflokki (eða er ég með svona lélegt hl.kort? SB 16.. uu já held það) en samt eru byssuhljóðin ekki eins og ég hef heyrt annars staðar.. en bara byssuhljóðin er smá vandamál.

Söguþráður..
er náttúrlega GEÐVEIKUR, að vera hitman í Hong Kong.. það er toppurinn (í leikjum, not in reality).
Koma stríði milli 2ja glæpaklíkna.. SNILLD!!

Spilun..
Spilunin er sú fyrsta af sinni “kind” (held ég, alls ekki viss)
að vera með 3. persónu og músina (Tomb Raider, 3.p lyklaborð).
Tekur ekki langan tíma að loada, það er stór kostur.
Mínus= Að velja sér item/object/weapon er alltof flókið.. Page Down og Up.. þetta kemur sér ekki vel í skothríð, ammoið búið og þá þarftu að drullast útum allt lyklaborðið, nei ég held að ég haldi mig við 1-0 það er einfaldast og langbest.


Valmynd..
fer ekkert sérstaklega að dæma hana.. hún er bara flott og simple.. ekkert annað.


Mín heildareinkun er 8.5/10

þess má einnig geta að leikurinn er ekki finsih.. Eidos hafði ekki pening til að framleiða meira af leiknum. Bara sendu hann beint á markaðinn.

SIGZI