Amsterdam-mótið: Barcelona efstir
              
              
              
              Í tilefni af 100 ára afmæli Ajax í Hollandi heldur félagið mót í Amsterdam.  Fjögur lið taka þátt í mótinu en þau eru, auk Ajax, Barcelona, Arsenal og Lazio.  Stigagjöf mótsins er ekki með hefðbundnum hætti, en lið fá 3 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap, en eitt stig er gefið fyrir hvert mark sem lið skorar.  Í dag voru tveir leikir, Ajax og Lazio gerðu markalaust jafntefli og Barcelona vann Arsenal 2:1.  Barcelona eru því efstir með 5 stig, og Ajax, Lazio og Arsenal eru öll með 1.  Mótinu lýkur á laugardag en þá mætast Barcelona og Lazio annars vegar og hins vegar Ajax og Arsenal.
                
              
              
              
              
             
        






