Ég vaknaði í morgun kl 9:00, 45 mín síðar hringir í mig vinur minn og tilkynnir mér það að það sé búið að sameina X-ið og Radíó. Ég kveikti á útvarpinu í von um að þetta væri bara bull, en viti menn, þetta var rétt, mér til mikillar sorgar þar sem Miami Metal var minn uppáhaldsútvarpsþáttur og ég þoli ekki tvíhöfða í útvarpinu, en tvíhöfði yfirtók nottla morgunþáttinn, þessir asnar (margir eflaust finnast þeir góðir en þetta er mín skoðun), hádegið er ágætt, en mér fannst frábært að geta hlustað á Ólaf einn daginn og Frosta næsta dag t.d. Hemmi feiti sem að mínu mati var með besta tónlistarþátt á Íslandi er kominn að ég held á helgar milli 3 og 7 eða eitthvað (vonandi heldur hann bara áfram að vera bestur í tónlistinni) svo að ég hefði viljað getað hlustað á hann einsog venjulega, alltaf með skothelda tónlist og allur pakkinn. Ding Dong, frábær þáttur, en ég hefði viljað getað haft þá bara áfram á annari stöð, en frekar ætti Hemmi að vera með síðdegisþáttin frekar en Ding Dong. Andri var líka með frábærann tónlistarþátt á X-inu, en ég hef engar áhyggjur af tónlistinni á þeim tímanum, því að þar verður Frosti. Svo á kvöldin eftir 10 voru alltaf komnir einhverjir þættir á X-inu sem að ég nennti aldrei að hlusta á svo að ég skipti yfir á Radíó sem var með frábæra tónlist yfirleitt á þeim tímanum. En mín heildarskoðun á þessu er bara sú að þetta er allt saman bölvaður helv**** skandall, sem ætti að afturkalla og koma aftur í sama horf!!!!!