Grein í Morgunblaðinu um hve mikið Tryggingarfélögin eru að borga á milli ára, hve mikil aukning og þá sérstaklega HVAR þessi tjón liggja voru frekar skemmtileg fannst mér. Nú?

Jú, sjáðu til. Fyrst að þau vita nákvæmlega hvaða gatnamót það eru sem eru að valda mestum tjónum, og þá einnig hve mikið, ættu þau sjálft að geta reiknað út hve lengi þau væru að borga niður breytingar á þessum gatnamótum.

Í Mbl. voru nefndar vissar upphæðir sem þetta kostaði og var talað um hundruði milljóna á ári hverju. Ef við tökum þessar upphæðir frá <b>öllum</b> tryggingarfélögunum, leggjum þau saman miðað við hver gatnamót og deilum því niður á kostnað breytinga. Þá væru þetta kannski nokkur ár að borga sig, ef þetta er rétt að við kunnum ekkert að keyra.

Væri það ekki bæði til stórsparnaðar hjá Tryggingafélögum ásamt stórminnkunar slysa og dauðsfalla í umferðinni, ef Tryggingarfélögin hreinlega “fjárfestu” með ríki/borg í svona framkvæmdum?

Tjah .. þau gætu ekki falið sig bakvið fleiri tjón lengur til að hækka gjöldin! Hefði eitt tryggingarfélag átt vond ár og hækkað gjöld um svona mög prósent … þá myndi maður bara skipta um félag, eða m.ö.o. tryggingarfélagið myndi ekki hækka heldur TAKA Á SIG TAPIÐ eins og hvert annað fyrirtæki því ef það hækkaði gjöld, þá myndi allir fara í annað tryggingarfélag!

Talandi um samsæri …