Bayern München deildarbikarmeistarar
              
              
              
              Hertha Berlin og Bayern München áttust við í úrslitaleik þýsku deildarbikarkeppninnar í kvöld.  Leikurinn fór fram í Leverkusen og voru um 10.000 áhorfendur á leiknum.  Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlín fengu dágóðan skell, því leiknum lauk með 5:1 sigri Bayern eftir að staðan hafði verið 0:0 í hálfleik.  Eyjólfur Sverrisson skoraði sjálfsmark í leiknum.
                
              
              
              
              
             
        






