Skoðanakannanirnar á Huga eru ekki stórkostlegar og alls ekki vísindalegar en samt finnst mér að fólk ætti að vanda sig við gerð þeirra, líklega er versta skoðanakönnunin sem ég hef séð könnun um hver sé besta útvarpssöðin, þar eru líka möguleikarnir “Rass 1” og “Rass 2”, hvers vegna var þetta samþykkt? Mér finnst að svona skoðanakannanir ætti að senda aftur til sendanda og segja honum að þetta sé óviðunandi.

Ég veit að það eru ekki allir sem hafa lært eitthvað um gerð skoðanakannanir og þess vegna ættu að vera einhverjar viðmiðunnarreglur sem fólk þarf að fylgja, mér finnst að kannanirnar þurfi ekki endilega að vera merkilegar en þær ættu að vera sanngjarnar og vel fram settnar.

Flestir láta nú orðið möguleikann stig í kannanirnar sínar, það er ekki alltaf sem það þarf en ég veit að ef ég myndi ekki gera það í skoðanakönnunum sem ég bý til í Spunaspil þá myndi koma fullt af fólki sem ekkert veit um áhugamálið eða efni könnunarinnar og myndi bara velja eitthvað og eyðileggja þannig fyrir mér og öðrum á þessu áhugamáli. Það væri gott ef það væri hægt að hafa möguleika sem ekki hefur áhrif á prósenturnar, svona núll valmöguleika, sem stigasjúklingar og aðrir sem vilja ekki kjósa gætu nýtt sér.
<A href="