Þar sem að “Fjör á föstudegi” hefur ekki látið sjá sig undanfarið ætla ég að skjóta einni skondinni inn núna.<p>
Það er oft haldið að kerfisstjórar séu ómannlegir og geti ekki klikkað, og að stór tölvukerfi eigi að þola allt sem á þau falla en eins og sést <a href="http://www.isnet.is/is/innanl-frett.html“>hérna</a> þá geta menn gert hin klaufalegustu mistök sem valda stórum vandræðum.<p>
<i>00:40 Tvær vélar í vélarsal INTIS missa rafmagn, í ljós kemur að starfsmenn
lina.net höfðu óviljandi tekið þær úr sambandi.
</i><p>
Ég sé fyrir mér starfsmenn lina.net standa fyrir framan vélarnar með stórt ”<b>ÚPS</b>" á vörunum og sótvonda kerfistjóra Intís farna að hugsa um keðjusagir og fleira miður skemmtilegt.
JReykdal