Við Íslendingar búum á mjög köldu landi sem heitir Ísland. Ísland er í Norður-Atlantshafi (sem er kalt) og við frjósum í 7 mánuði á ári af 12. Af nafninu og ofangreindum staðreyndum mætti ætla að það myndi vera snjór yfir öllu um jólin sem eru jú miðja vetrarins. En nei. Það hefur ekki verið almennilegur snjór um jólin í Reykjavík í nokkur ár. Ekki einu sinni í fyrra þegar það var fullt af snjó allan veturinn nema yfir jólin. Ég meina það er ekki eins og maður biðji um mikið…. bara smáskvettu af snjó yfir jólin og svo má hann fara og koma að vild.