The Internet Corporation for Assigned Names and Numbers (ICANN) héldu fund nýverið í Japan og gáfu grænt ljós á nýjum viðskeytum á lénum (domains). Sum af þeim eru .shop, .news og .tel og verða þau öll Top Level Domain (TLD), sama og .com, .net, .org og .edu.<br>ICANN segist byrja taka við umsóknum frá fyrirtækjum sem vilja selja nöfnin í ágúst og ef allt fer sem fer þá gætum við verið að fara á síður með nafnið Amazon.shop og CNN.news.<br>Eitt sem ICANN vill ekki er að láta þessi nýju viðskeyti skarast á og verða að einum grauti eins og kom fyrir .com, .org og .net.<br>Fyrirtæki sem ætla að selja þessi nýju viðskeyti verða að útskýra fyrir ICANN þau ætla að koma í veg fyrir ruglingi á milli nafnana. Kannski verður kaupandi að koma með sönnun hvað hann eða hún ætli að gera við nafnið.<br>Segjum svo að ég búi til síðu sem útvegar fréttir í sambandi við að versla? Ætti ég að kaupa .shop eða .news? Einhver gæti sagt að ég gæti verið með .shop ef ég er að selja eitthvað. Allt í lagi. Ég sel vikulegt tímarit sem býður upp á fréttir í sambandi við að versla. Hvað nú?<br>Svo er nú bara að bíða eftir baráttunni um vörumerki. Segjum svo að ég kaupi NBC.shop. Auðvitað mun NBC segja að þeir ættu að eiga það. Ef ég gæti reytt fram góða útskýringu afhverju ég vildi NBC, gæti ég ekki stungið upp á að þeir væru með NBC.com og gætu bara látið mig í friði. Það er allt öðruvísi en NBC.shop. Ég er nú að selja No Bake Cookies. Náðuð þið þessu? NBC?<br> Menn mega nú búast við einhverjum lagaflækjum í sambandi við vörumerki og þegar rykið fellur og við erum að skjóta upp þessari stóru til að fagna árinu 2003 að þá verður .com ekki meira en móttöku lén sem mun þá senda þig á .shop lén eða eitthvert hinna.<br> Við munum kannski ekki sjá þessi nýju viðskeyti stækka vefinn, bara gera hann auðveldari til að ráfa um.