Jæja mar hefur nú tekið eftir ýmsu stigavændi hér á huga og það er
gott og blessað ef það truflar engann annan!
En undanfarið hefur það nú sést að fólk er að reply'a greinum bara
til að fá stig.
Sko til að byrja með voru stigin nokkurns konar tálbeyta við það að
fá huga í gagnið, fá fólk til að senda inn greinar,myndir og o.s.fr.
Það fór síðan framhjá adminum hjá hverju áhugamáli fyrir sig og
ekkert bull var samnþykkt, en reply fara beint inn á vefinn.

Það sem ég legg til er eftirfarandi:
Greinar verða eins og þær eru núna, sendar inn og samþykktar af
adminum.

Reply verða eins og þau eru núna, nema engin stig fást fyrir reply,
reply eru fyrir fólk sem vill koma skoðun sinnar á greininni til
skila. Ekki fyrir fólk sem segir ‘halló’, ‘kúkur’ eða eitthvað
álíka vitsmunalegt, það fólk er greinilega bara á höttum á eftir
stigunum, þannig við það að leggja niður stigin fyrir reply mun því
fólki fækka, og fólki sem er sama um stigin en ekki greinina fjölga.

Korkarnir verða eins og þeir eru núna, korkar eru fyrir rant og
vitleysur :)
Jafnvel að gefa 0 stig fyrir reply, en jafnmikið fyrir að pósta
fyrsta msg.
Ég er ekki það mikið á korkum þannig ég veit ekki hvernig ástandið
er það.
Endilega fá smá feedback á það

Skoðannakannarnir ætti alltaf að vera með “stig fyrir mig”
valkosti, því þá eyðileggja ekki stigahórur skoðannakannanir sem
öðrum þykir mjög vænt um og bíða spenntir eftir _allvöru_
niðurstöðunum.

Ég ætla: mætti taka allveg út, því fólk myndi smella á það þá að
þar stæði ‘hafa kynmök við dýr’ s.s himnaríki fyrir stigahórur.

Myndirnar mega haldast óbreyttar.

Jæja þá held ég bara að ég sé búinn :)
Gaman verður að sjá reply'in frá þeim sem mótmæla, þá kemur í ljós
hverjir stunda stigavændi og hverjir ekki.

- addi
Addi