Ég lenti í rifrildi nú um jólinn við ágætan kunningja minn um það mál sem ég held að margir stangaveiðimenn lenda í. Nefnilega sleppingar á laxi og silungi.
Ég er einn af þeim veiðimönnum sem veiði á allar græjur og er ekki með þær kredur sem sumir fluguveiðimenn eru með að viðkomandi er ekki veiðimaður nema hann/hún taki upp trúna og hafni öllum veiðitækjum nema flugunni. Ég vel mér veiðitæki eftir aðstæðum en ekki eftir hvað er í tísku. Jú vissulega er það gott og gilt að menn veiði eingungu á flugu en þeir eyga ekki að skammast út í okkur hinn sem viljum veiða á aðrar græjur.
Lax og silungsveiðar í dag virðast eiga að snúast um að krækja í fisk, berjast við hann í hálftíma eða lengur, draga hann að landi eins og blauta tusku og sleppa honum síðan aftur ef hann er litið særður. Hvað er næst? Gæsaveiði með “paint-ball” eða hreindýraveiði þar sem dýrið er skotið í fótinn en ekki í brjóstið.

Því miður-með því að veiða og sleppa er verið að færa lax og silungsveiði á sama plan og og nautaat. Maðurinn gerir sér það að skemmtun að því að þreyta og særa dýrið og aflífunin er orðið að algeru aukaatriði. Nautið nýtur þó þeirra forréttinda að að þurfa að upplifa skemmtuninna einu sinni en fiskurinn getur lent í því að vera veiddur marg oft á ferð sinni um ár og vötn. Þetta lítur vissulega rosa flott í veiðibókinni en miður gott fyrir laxinn og silunginn.
Ef laxastofninn eða hluti af honum eru í útrymingarhættu þá ættu veiðimenn og/eða veiðifélög að sýna þá ábyrgð að kunna sér hóf við veiðar,stytta veiðitíman eða að minnka veiðiálag á veiði svæðum svo fiskurinn hafi einhverja staði til að hvílast og finna sér maka. Það að hvetja menn og konur til að veiða og sleppa er að gera lax og silungsveiðar að innihaldslausum skípaleik sem á ekkert skilt við veiðar.

Tgei