Hvernig væri að koma upp lýðræðislegra kerfi með áhugamál?
T.d. gæti ég sett inn tillögu um áhugamál eða jafnvel flokk, síðan myndu lesendur ákveða hvort það myndi fara inn. Þá þyrfti einnig að passa að nógu margir sýndu áhuga á að greiða atkvæði, t.d. kæmist ekki eitthvað fáránlegt mál inn á 3 atkvæðum (2 já, 1 nei t.d.) heldur þyrfti ákveðinn lágmarksfjölda allra atkvæða (a la usenet) og Jáin þyrftu auðvitað að vera fleiri en Neiin. Síðan er auðvitað spurning um hvað ætti að gera ef fáárnlega mikill fjöldi greiðir atkvæði, bæði já og nei, og jáin væru færri. Á að setja svona vinsælt efni inn sem samt er óvinsælt?
Dæmi:
Ég set inn hugmynd að Kökugerð undir t.d. Tilveran. 10 segja já, 5 nei.
Þetta væri ekki nógu mikill fjöldi til að áhugamálið færi inn. Svo set ég inn tillögu að öðru sem fær kannski 30 já og 23 nei, það myndi fara inn, vegna vinsælda… Bara smá inlegg
J.