Eins og ég hef sagt frá <a href="http://www.hugi.is/forsida/greinar.php?grein_id=658“>áður</a> þá ákvað Kanadíska fylkið Breska kólumbía að setja leikinn Soldier of Fortune í sama flokk og klámmyndir vegna ofbeldisinnihalds.<p>
<a href=”http://dailynews.yahoo.com/h/nm/20000717/tc/leisure_videogames_dc_1.html">þessi</a> frétt skýrir frá því að fylkið ætli ekki að láta staðar numið við það heldur ætla þeir að setja á laggirnar eftirlit með leikjum, svipað og kvikmyndaeftirlit.<p> Nú þegar er til staðar í N-Ameríku kerfi sem kallað er ESRB (Entertainment Software Rating Board), en þar eru leikirnir flokkaðir af framleiðendum. ESRB kerfið er hannað af óháðum aðila.
JReykdal