Við Eliiin auglýsum eftir meðstjórnanda til að stjórna þessu áhugamáli með okkur.

Hæfniskröfur
- Viðkomandi þarf að vera að minnsta kosti 18 ára.
- Viðkomandi þarf að hafa áhuga og vit á húð-og líkamsgötun, húðflúrum og helst jaðarlíkamsbreytingum/extreme body modification (það síðastnefnda er ekki nauðsynlegt en er kostur).
- Viðkomandi þarf að hafa gott vald á málfræði og stafsetningu.
- Viðkomandi þarf að hafa áhuga og metnað til að betrumbæta áhugamálið með nýju efni.
- Viðkomandi þarf að hafa sent inn grein/ar sem sýna fram á að viðkomandi sé ágætis penni.
- Viðkomandi þarf að hafa sent inn grein á tiltekið áhugamálið.
- Viðkomandi þarf að koma reglulega inn á áhugamálið til fylgja eftir daglegri starfsemi.

Þar sem ráðning í stjórnendastöðu byggist á þeim upplýsingum er liggja fyrir varðandi umsækjendur, eiga metnaðarfullar umsóknir sem greina frá vel frá nýjum og heillandi hugmyndum fyrir áhugamálin, sem og koma með tillögur á að bæta það sem fyrir er, mun meiri líkur á að vera samþykktar er aðrar umsóknir þar sem slíkt vantar.

Til þess að sækja um sem stjórnandi þarf skal smella hér og fylla út umsóknina.

Með kveðju,
Fenrir.