Eins og glöggir notendur munu sjálfsagt taka eftir hafa orðið smávægilegar breytingar á áhugamálinu. Breytingin felst í því að það er kominn nýr kubbur fyrir “Frík vikunnar”. Munurinn er sá að kubburinn er svipaður kubbinum sem er fyrir greinar og er því hægt að setja inn álit sitt. Í gamla kubbinum er einungis listinn sem á að afrita og fítusinn til að senda þetta á mig svo ég geti update-að. Enn er hægt að fara í “sjá meira” til að sjá þau “frík” sem hafa verið hingað til. Einnig hefur spurningin “Ertu með/hefur þú áhuga á extreme mods?” bæst við vegna þess að umræðan um það hefur verið svolítil hér á áhugamálinu, og extreme mods flokkast alveg undir þennan lífsstíl.

Ég vil nota tækifærið og biðja notendur um að vera duglegir að sækja um að vera frík vikunnar. Það er alveg í lagi að þið hafið verið áður ef það er eitthvað búið að breytast síðan síðast :)

Með kveðju,
myhateisyourpain.