Jæja, þá er loksins komið að því. Nú fer samkeppnin um flottasta húðflúrið í gang!

Eins og áður sendið þið ykkar framlag inn sem mynd, og svo verður gerð skoðanakönnun fyrir kosningarnar.

Reglur
-Setjið “Myndasamkeppni” í titil. Ef þetta er ekki titli er myndin ekki tekin gild sem framlag í keppnina
-Aðeins ein mynd á mann. Hafi notandi sent inn mynd í keppnina verður framlögum eftir það hafnað. Því hvet ég alla til að hugsa sig vel um áður en þeir senda inn framlag.
-Sendið inn mynd af ykkar eigin tattooi. Keppnin snýst um hver af notendum er með flottasta flúrið, ekki hvaða vinur þeirra er með það flottasta eða hver fann það flottasta á netinu.

Fresturinn til að senda inn mynd rennur út á miðnætti þann 1. desember (aðfaranótt 2. des) og fara kosningar í gang þann 2. desember. Kosningar munu standa yfir í viku.