Dermal Anchor Þar sem það er byrjað að bjóða uppá þessa þjónustu hérna á Íslandi hjá Íslenzku Húðflúrstofunni þá hef ég ákveðið að skrifa létta grein um hvernig dermal anchor lýta út, hvernig þau eru gerð og hvernig það á að hugsa um þau.

Þar sem að dermal anchor koma aðeins út úr líkamanum á einum stað er lokkurinn svolítið sérstakur.
Lokkurinn sjálfur kallast anchor og er í rauninni mjög líkur labret lokk, með kúlu á einum endanum og flatri járnplötu á endanum sem er inní líkamanum.
Stundum eru göt í járnplötunni svo að líkamsvefirnir geti gróið saman í gegnum götin og þar af leiðandi festist lokkurinn enn betur.

http://mischievousways.com/images/DER014.gif

Það eru tvær aðferðir til að gera dermal anchor.

Nál

Þessi aðferð er orðin frekar úrelt þótt að það sé ennþá notast við hana.
Nálinni er þá einfaldlega stungið inn og aðeins til hliðar, oftast notast við 2mm nál. Anchor-inu sjálfu er svo rennt inní gatið með töng.

http://wiki.bmezine.com/images/9/9e/Microdermal_3.jpg

Dermal punch

Þessi aðferð er talin vera mikið betri og minni líkur á að þú þurfir að vera að jerkast á að koma anchor-inu inn.

Dermal punch er hringlaga hnífur og vinnur svipað og gatari. Hnífnum er komið fyrir á réttum stað og svo er honum rólega snúið inní húðina.
Það er mismunandi eftir göturum hvort að hann skeri húðina úr(þannig það myndist hola) eða hvort að hann seti anchor-ið bara beint í.
Anchor-inu sjálfu er rennt inní gatið með töng.

http://i771.photobucket.com/albums/xx352/eliiinea/UntitledaSDFGHGF.png?t=1269459383

Punch á móti nál

Ég skoðað svolítið hvora aðferðina fólki líkar betur við og er það mjög mismunandi.
Sumum fannst vera minna álag að nota nálina, því þá er bara verið að ýta skinninu til hliðanna, en með punch-inum er verið að skera húðina úr.

Öðrum fannst betra að notast við punch-inn því að það eru minni líkur á að þú þurfir að troða anchor-inu í gatið því það er skorið, en þegar notast er við nál getur gatið verið mjög fljótt að dragast saman aftur.

Sársauki

Ég hef nú ekki sjálf fengið með dermal anchor þannig að ég veit ekki hverskonar sársauki þetta er.
Sumir segja að þetta sé í rauninni betra en að fá sér gat því það er engin útgönguleið. Ástæðan fyrir því er að það eru mun fleiri taugar í húðinni heldur inní líkamanum, þannig að mesti sársaukinn þegar að þú ert að fá þér gat er þegar að nálin fer inn og þegar hún fer út.

Aðrir segja að það sé verra að fá sér dermal anchor því að lokkurinn rennur ekki bara í gegn með nálinni heldur þarf að troða anchor-inu inn með töng.

Eftirmeðhöndlun

Eftirmeðhöndlunin er í rauninni sú sama og er notuð við göt.
Þrífað það 2-3 á dag með saltvatni og alls ekki fikta í því !
Dermal anchor eru í 1-3 mánuði að gróa, og fer það mikið eftir staðsetningu þess, t.d. mun það vera lengur að gróa á stað sem getur orðið fyrir miklu hnjaski, einsog á puttum, úlnlið og fleiri stöðum.

Höfnun

Höfnunar tíðni dermal anchor-a er mun minni en t.d surface gata, en þó er hún meiri en t.d lobe gata.
Það eru meiri líkur á höfnun ef að dermal-ið er á stað sem er grunnt í bein, t.d á hnakkanum.

Dæmi:
Ef þú ert með dermal anchor á hnakkanum geta verið ágætis líkur á að líkaminn hafni því. Ástæðurnar fyrir því er t.d að föt geta fest í lokknum, hnakkinn hreyfist mikið og er grunnt í bein og gæti anchor-ið því oxið úr líkamnum.

En höfnun er líka mjög persónubundin og fer allt eftir því hvernig líkaminn þinn tekur götum.

Fjarlæging

Það er ekki mælt með því að maður fjarlægi anchor-ið sjálfur úr sér heldur að fara á stofuna þar sem þú fékkst það og leyfa þeim að gera það.
Það fer mjög mikið eftir því hvað þú ert búin/n að vera með það lengi og hvað það er búið að festa sig vel í líkamanum hvað það er erfitt að ná því úr.
Oftast dugar að nudda svæðið í kringum anchor-ið létt þannig að það losni aðeins, svo er notað töng til að toga það uppúr.
Ef að anchor-ið er búið að festa sig mjög vel gæti þurft að notast við hníf.

Myndbönd af fjarlægingum:

Mjög fast í :
http://www.youtube.com/watch?v=dmiLuqRB09U

Ekki svo fast í:
http://www.youtube.com/watch?v=ZpASQmnPo9Y

Myndbönd af ísetningum:

Dermal punch:
http://www.youtube.com/watch?v=3_I2Ngi94a4

Nál:
http://www.youtube.com/watch?v=EM_na2MM8mk

Vona að þessi grein hafi hjálpað einhverjum.
facebook.com/queeneliiin