Jæja.. Þá er komið framhald. Átti tíma í tattoo 14. nóvember en Sverrir var veikur þá svo ég fór ekki fyrr en sunnudaginn eftir. Semsagt 19. nóvember.
Ég var mætt klukkan 13:00 og tæpum klukktíma síðar hófst fjörið. Sverrir var með myndina tilbúna en sl. föstudag hitti ég hann og við ákváðum framhaldið. Við breyttum aðeins myndauppsetningunni og til að þetta passi allt sem best þá klipptum við eina mynd eftir Ryden til og notuðum við bara part af henni í þetta skiptið. Loks var myndin sett á mig og ég verð nú að viðurkenna að ég var svolítið smeyk þar sem partur af myndinni fer undir handarkrikann á mér og eina sem ég hugsaði var “Ááái”, og var ég ekki ein um það.. ;)

Sverrir byrjaði að búa til útlínur á þeim stað sem þær áttu að vera og var þetta bara allt í lagi. Eiginlega bara ekkert vont enda fór hann frekar grunnt ofan í húðina á mér. Svo litaði hann allt svart sem svart átti að vera og eftir klukkutíma var það búið. Þá var ég farin að finna svolítið meira fyrir þessu en aldrei var þetta eins slæmt og ég bjóst við fram að þessu.
Svo tóku við skyggingar og litir og ég var orðin svo aum eftir alla vinnuna á undan að það var liggur við vont að koma við mig. Sverrir dauðvorkenndi mér þegar hann var að flúra handarkrikann og reyndi nú að drífa sig eins og hann gat. Kláraði þann stað fyrst og vorum við rosalega fegin þegar það var búið, ég hætti loksins að finna til þarna og hann hætti að pína mig eins og hann orðaði sjálfur. Eftir 1 klst. og 45 mín. var ég alveg að verða búin á því enda var alltaf verið að fara ofan í það sama aftur, skyggja og lita og eftir 2 klukkutíma var þetta loksins búið. Ég var svo stolt af mér að hafa “meikað” þetta og eins ótrúlegt og það virðist hljóma þá hlakkaði mig strax til í næsta session sem verður reyndar ekki fyrr en í desember einhverntímann. Svona þegar ég er búin í prófum og slíkt..

Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og er þessi mynd annað meistaraverk! Fleiri litir og miklið bjartari einhvernveginn. Jason (sem er gestaflúrari hjá Sverri núna) missti andlitið yfir þessu og var sífellt að spurja mig hvort þetta hafi ekki verið ógeðslega vont, sem ég svaraði játandi og benti á handarkrikann… :þ

Ég tók fullt af myndum og nokkur video (ekki góð video að vísu þar sem ég var sjálf að taka það) og hér fylgir ein með. Hún sést reyndar ekki nógu vel en ég mun sýna ykkur aðra og betri, svona þegar flúrið fer aðeins að gróa ;) Enda helaumt í dag, roði og bólga..

Handarkrikinn er samt ekki versti staðurinn sem ég hef fengið flúr á. Ofan á ristinni fær ennþá mitt vote… Hehe!

Kveðja PraiseTheLeaf

(myndirnar er hægt að sjá í myndayfirlitinu á /hudflur)