nr. 2 Þá er húðflúr númer 2 komið í safnið og það er eftir hann Búra.
Ég fékk mér þetta til minningar um ömmu mína sem dó fyrir einu og hálfu ári síðan, hún gaf mér alltaf rós þegar ég átti afmæli eða var að frumsýna leikrit.

Þegar Búri byrjaði á útlínunum þá var það ekkert mál og ég fann mjög lítið fyrir því, held að ég hafi sofnað pínu. En þegar hann byrjaði að skyggja og lita var það hræðlegt! Það leið næstum yfir mig en ég fékk þrúgusykur og þá varð allt fínt.

Ég er ótrúlega sátt með þetta!
||