Tattú Pæling Jæja, ég sá hérna um daginn stelpu sem hafði tattooað nafnið sitt á sig með Alien Alphabet úr Futurama, þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað í þar sem mér finnst þetta letur alveg óendanlega töff.

Ég er nokkuð viss um að ég fái mér frekar nafnið mitt frekar en skammstöfunina.

Ég er að pæla að staðsetja það aftaná handleggnum (þríhöfðin), beint fyrir neðan olnbogann eða á innanverðan fremri handlegginn. Hvað haldið þið að kæmi best út?

ég er staðráðinn áð fá mér þetta tattoo, svo verður næsta Calvin & Hobbes! =D