Kæru áhugamenn um extreme body modification.

Mig langaði til þess að láta ykkur vita að góðvinur minn, hann Quentin Inglis, er að koma til landsins í næsta mánuði, en hann er body modification artist. Hann verður með upplýsingabás á Icelandic tatto expo og verður svo að gera jaðarlíkamsbreytingar á Kingdom Within Tattoo studio dagana eftir tattoo festivalið. Maðurinn er þvílíkur fagmaður, náunginn sem splittaði tungunni minni,  og ég mæli með því að þeir sem eru að spá í að fá sér mods kíki á hann þar sem það er hægt að treysta á fagmannlega vinnu hjá honum. Þið getið skoðað portfolio-ið hans á http://www.kalima.co.uk/. Setjið ykkur í samband við Jón Þór á Kingdom Within fyrir nánari upplýsingar og tímapantanir.