sælt veri fólkið,

hérna, þar sem ég hef ákveðið að fá mér tattoo áttaði ég mig á því um leið að ég veit ekki neitt.

Því var ég að vona að einhver nennti að vera svo væn/nn að upplýsa mig aðeins.

Ég ætla að fá mér quote efst á brjóstkassann, vinstra(brjóstið) megin rétt fyrir neðan viðbein, verður svart með frekar smáu letri. Verður sirka ein og hálf, max tvær línur, frekar basic bara.

En spurningarnar sem ég hef eru til dæmis hvað myndi slíkt tattoo kosta sirka (gróflega, ekki segja “það er misjafnt bla bla bla”) og hvaða stofum mæliði með? ég er staðsettur í borginni. Mér er ekki sama hvernig þetta verður gert, vill að þetta sé vel gert, er alveg tilbúinn að borga meira svo þetta verði eins og ég vill hafa það. Ég veit ekkert hernig svona stofur virka, hvort maður þurfi að pannta sér tíma eða hvort maður geti bara labbað inn og go nuts.

Endilega einhver (ef hann nennir) að útskýra fyrir mér hvernig þetta virka