Góðan daginn

Ég er að leita af einum erlendum listamanni, nafnið er alveg dottið úr hausnum á mér. Hann gerir ekki tattú en verkin hans eru þó oft notuð í huðflúr.

Verkin hans eru abstract, oft manneskjur, yfirleitt al svartar, smá eins og hann sé búnn að krota þær, það s.s. sést vel í línur og svoleiðis og það lýtur út eins og hann hafi aðeins notað blýant í verkin. Minnisverð mynd sem ég man eftir er maður í sjó, sól fyrir ofan hann og mávar í loftinu.

Ég veit að þetta er dálítið langsótt með lélegum lýsingum, en ef einhver gæti bent mér á nafnið hans væri það frábært.

Bætt við 13. febrúar 2012 - 20:19
Eftir að skoða svona 300 myndir á huga fann ég hann loksins, þannig afsakið óþarfa þráðinn. Og já, ef einhver taldi sig hafa fundið hann, þá var ég að tala um Derek Hess.