Hæ kids.

Mér finnst smá leiðinlegt hvað það er ekkert að gerast á þessu áhugamáli lengur, sérstaklega þar sem að þetta var einu sinni vinsælt áhugamál. Það rosalegasta sem gerist núna er að það kemur inn ný mynd á nokkura vikna fresti. Ég væri alveg endilega til í að reyna að endurlífga áhugamálið eitthvað en til þess vantar mig hjálp frá ykkur. Endilega skjótið fram hugmyndum að einhverju sniðugu sem þið teljið að gæti endurlífgað áhugamálið. Mig langar líka að minna á að það eru enn bara 2 stjórnendur á áhugamálinu og ef einhver hefur áhuga á að sækja um og lífga upp á þetta með okkur er hægt að fá upplýsingar og link til að sækja um hér.