Hææ! Ég fékk mér gat í nefið fyrir nokkrum dögum og það var ekkert vesen. Svo tvem dögum seinna rakst ég í lokkinn og hann datt hálfur út, mjög erfitt að útskýra en sveigurinn sem á að vera alveg inn í nefinu hélt honum inni þannig hann hékk hálfpartinn. Ég fékk nett panic attack og þorði ekki að gera neitt og hringdi beint niður á tattoo og skart og spurði hvað ég ætti að gera, kannski var ég að over reacta en þorði ekki annað, allavega sagði Sessa mér að ýta honum bara aftur inn og ég spurði hvort ég ætti að gera það af öllu afli og hún sagði mér að gera það. Svo tóku við tíu mínútur af hræðilegum sársauka þar sem ég ýtti honum inn, tek það fram að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að gera því ég gat enganveginn fattað þetta skrúfu system. Ég er búin að vera með 6 göt í eyrunum og stungið sjálf og allt en ekkert var jafn sárt og þetta. Þegar hann var svo komin inn andaði ég létta og ákvað að ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Þá kom í ljós að lokkurinn hafði aldrei farið í gegn! Ég hafði s.s. ýtt honum inn í húðinni þannig lokkurinn var bara sveigður í klessu inn í húðnni. Ég tók þá lokkinn úr og var alveg mjög aum. Ég var stödd í ferðalagi og ákvað að ég gæti ekkert gert í þessu fyrr en ég kæmi í bæinn og sótthreinsaði mjög lítinn silfureyrnalokk og stakk honum inn (setti þó ekki festinguna í), svo fékk ég smá blóðnasir sömu nótt og lokkurinn hafði dottið úr. Ég var að pæla:
Voru blóðnasirnar eitthvað tengdar þessu öllu? Því ég fékk bara þarnameginn sem lokkurinn var.
Og er ekki best að ég fari á morgun og láti setja lokkinn í þar sem þetta endaði svona að reyna það sjálf?
Og síðast en ekki síst, getur einhver bent mér á myndband eða síðu sem er útskýrt þetta skrúfu system?

Ef einhver nennti að lesa þessa kássu þá á hanns skilið high five :)