Ég fékk mér gat í vörina seinasta fimmtudag og er búin að vera dugleg að nota munnskol og bursta og fikta ekkert í lokknum.
En ég er að verða smá paranoid því ég er geðveikt þurr í kringum gatið og það kemur smá vökvi úr gatinu sem verður svona crust á lokknum sem er frekar ógeðslegt og lokkurinn svona semí festist við.. Ég er að reyna fikta sem minnst en ég er búin að vera taka þetta af með eyrnapinna og nota saltvatnslausn til að þrífa..
Er eitthvað sem ég get gert eða er að gera vitlaust eða ætti ég að hringja í Sessu og láta hana skoða þetta? :)