Er er mikið búinn að vera að pæla í að fá mér huðflúr, og hef nú fundið hvað ég ætla að fá mér og staðsetninguna.

Hér er mynd sem ég photoshoppaði af því: http://www.myndahysing.net/upload/01309197882.png

Ég er yngri en 18 ára og þarf þess vegna leyfi frá forráðamönnum og leyfi hjá stofunni til þess að mega fá mér það.

Hvaða stofur tattúa fólk sem er yngri en 18 ára, og þótt að þetta sé lítið og einfalt flúr vill ég samt hafa þetta vel gert þar sem ég er að fara vera með þetta restina af ævina á mér, þannig að mælið með einhverjum sérstökum til að flúra?

Bætt við 27. júní 2011 - 18:14
Þarf ekki endilega að vera stofa, mega vera einstaklingar líka.