Það er mér mikill heiður að tilkynna það að dagana 8. - 15. júlí verður einn þekktasti og færasti body modification artist, Samppa Von Cyborg, staddur á Íslandi til að sinna vinnu sinni, að breyta líkömum þeirra sem þess óska. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að láta verða af því að fá sér mod.

Samppa verður með aðstöðu á Íslensku Húðflúrsstofunni og er hægt að fá allar nánari upplýsingar og panta tíma hjá Beggu á Íslensku Húðflúrsstofunni.