Ég er geeeeðveikt mikið nörd og er að fara að fá mér nördaflúr. Ég er semsé að fara að fá mér tákn ‘dauðadjásnanna (deathly hallows)’ úr síðustu Harry Potter bókinni.

Í kringum flúrið ætla ég að hafa textann ‘The last enemy that shall be destroyed is death.’ sem er það sem stendur á gröf foreldra hans Harry.


Ég vil spyrja ykkur að því hvort ykkur finnist að ég ætti að reyna að þýða textann yfir á íslensku eða halda honum á upprunamálinu, og hvernig ykkur finnst þá að ég ætti að þýða textann.

Eins langar mig að fá álit ykkar á íslenskum flúrurum. Þetta flúr er mjög einfalt en þarf að vera mjög beint til að geta verið flott. Hver finnst ykkur að sé líklegur til að geta gert alveg 100% beinar línur á mig? ég hef séð flúr sem eru ekki með alveg beinum línum, og það kemur ekki vel út að mínu mati :)

Endilega segið það sem ykkur finnst!!