Nú er ég búinn að ganga um með í maganum í nokkur ár að fá mér flúr og ég hef loks komist af niðurstöðu hvernig það á að vera og hvar.

Flúrið verður í lit og á að vera half-sleev og er þetta mjög persónulegt flúr sem tengir bæði mig og dóttur mína. Ég er búinn að vera á biðlista hjá Jp að ég held í c.a. 2ár af því það kom enginn annar til greina að mínu mati eftir að hafa séð verkin hans.
Enn nú er maður farinn að vera smá óþreyjufullur og langar að láta blekið væta húðina, þannig ég velti fyrir mér er einhver jafn fær og hann?
Þá er ég að tala um af þessu erlendu gæjum sem er að heimsækja Reykjavík InK. Efast um að nokkur íslenskur flúrari komist með tærnar þar sem Jp hefur hælana. (mitt mat.) Hef skoðað verk eftir Mason og finnst hann svona heilla mest af þeim sem ég hef skoðað á Reykjavík ink… En hvað finnst ykkur reyndu görpum í faginu?? Á maður að bíða lengur eftir Jp eða er einhver annar virkilega fær þarna úti?