Hæ, ég var að fá mér gat í tunguna í gær og verð að segja að ég hef ekki verið að höndla það eins og hetja.

Í fyrsta lagi þá vaknaði ég endalaust í nótt með miklar hitabreytingar. Ég var reyndar ekki með mikinn hita heldur bara 38° en hvalirnar sem ég þurfti að líða voru ömurlegar. Mér var ýmist alveg sjóðandi heitt eða ískalt þó ég lá undir sæng og verkjaði í allt kokið, góminn, eyrun og hausinn. Ég vaknaði síðan um hádegi í svitabaði (ég var rennandi blaut og rúmmið líka)! Ég hef þó ekki verið neitt veik í dag en verkjar hins vegar mikið í tunguna og allan kjaftinn yfir höfuð auk þess sem tungan mín er stokk bólgin og svo er hún marin í kringum gatið.

Endilega segið mér hvort þetta sé eðlilegt eða óeðlilegt og frá ykkar reynslu því ég er algjör skræfa og er hrædd um að þetta sé ekki eðlilegt. Ég hef verið að fara eftir öllum leiðbeiningum.

Takk fyrir.
Því betur sem ég kynnist mannkyninu því vænna þykir mér um hundinn minn.